Stafræn Markaðssetning

Google Leitarvélabestun

Hvar þín vefsíða lendir í leitarniðurstöðum leitarvéla á borð við Google getur skipt miklu máli. Með ákveðnum innri breytingum á vefsíðunni þinni, tengingu við leitarvélar og uppsetningu á viðbótum, getur umferð um vefsíðuna þína margfaldast. Allar vefsíður sem við smíðum koma uppsettar einhverjum af þessum þáttum og sumar öllum. Áður en síðan er smíðuð eru helstu hlutverk og markmið vefsins skoðuð.

Við tökum að okkur hvaða greiningar sem viðskiptavinir óska sér og störfum með öllum helstu aðilum í markaðs- og netráðgjöf.

Markaðssetning á Netinu

Þegar við gerum stöðu/þarfa greiningu á vefsíðum er notast við Google Analytics. Að vera meðvituð um stöðu vefsíðu/vörumerkis getur verið grunnur að betri árangri.

Ef stöðugreining vefsíðu gefur til kynna að eitthvað sé í ólagi, þá þarf að skoða umferð um vefsvæðið og raunverulega virkni vefsins. Mikilvægt er að greina t.d. heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hegðun gesta á vefnum, brottfall beint af forsíðu og fleira. Þessi stöðugreining sýnir svo hvaða aðgerðir þarf að gera á vefnum.

Við tökum að okkur að setja upp aðgerðaráætlun sem sett er upp í raunhæfum markmiðum og fylgjum þeim eftir, hvort sem um er að ræða litlar breytingar á vef eða hnitmiðuð auglýsingaherferð á netinu og samfélagsmiðlum.

Samfélagsmiðlar

Rekstur Samfélagsmiðla

Einfaldasta markaðssetning sem skilar oft mestum árangri er öflug viðvera á samfélagsmiðlum. Við tökum að okkur að búa til og/eða endurhanna vefsíðu á samfélagsmiðlum og tengjum hana svo við vefsíðuna.

Viðvera fyrirtækja á samfélagsmiðlum og mikilvægi þess er alltaf að aukast. Vertu sýnilegur á réttum samfélagsmiðli.

Bókaðu Samtal

Hafðu samband og bókaðu fund/símtal

Scroll to Top