WordPress Vefsíðugerð
Snjallar Vefsíður
Við vefsíðugerð þarf að hugsa út í marga þætti. Birting vefsíðu veltur mikið á tækinu sem síðan er opnuð í. Allar vefsíður sem við smíðum eru svokallaðar snjall-vefsíður. Vefsíðan greinir sjálf hvers kyns tæki er verið að vafra í og birtir útlit sitt í samræmi við tækið. Hvort sem um er að ræða stórann tölvuskjá, fartölvu, spjaldtölvu eða farsíma síðan er alltaf falleg og auðlesanleg.
Í dag eru u.þ.b. 61% vefsíðna opnaðar og lesnar í farsímum og spjaldtölvum en aðeins 39% vefsíðna eru opnaðar í tölvuskjá.
WordPress Vefumsjónarkerfið.
WordPress Vefumsjónarkerfið er svo vinsælt vegna notendavæns viðmóts sem er hægt að útfæra þannig að hver sem er getur rekið sína eigin vefsíðu án mikillar tölvukunnáttu. Þess vegna getur hver sem er rekið og uppfært sína eigin vefsíðu í WordPress.
Það er ekki að ástæðulausu að WordPress sé eitt mest notaða vefsumsjónarkerfi í heimi.
Greining og Markmið
Tilgangur Vefsíðu
Við vefsíðugerð þarf tilgangur vefsíðunar að vera skýr og hönnun síðunnar í samræmi við hann. Hvort sem um er að ræða upplýsingasíðu með netverslun, bókunarsíðu fyrir Hótel/heimagistingu eða aðra markaðssetningu, þá erum við með lausnina fyrir þig.
Með hjálp nýjustu greiningartóla bjóðum við upp á stöðu og þarfagreiningar á vefumferð um vefsíður og einnig úttekt á vefumferð. Þannig getum við greint hvaðan umferð kemur og hversu lengi og oft síðan er skoðuð. Slík úttekt í byrjun getur aukið árangur og umferð vefsíðunnar til muna.
Umferð er líka hægt að sækja í gegnum auglýsingar og markaðstól eins Google Ads, Google Analytics eða Meta Busisness Suite. Við bjóðum upp á allar gerðir auglýsinga á hvaða miðlum sem er.